2025
Útlit
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2025 (MMXXV í rómverskum tölum) er í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjar á miðvikudegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar -
- Búlgaría og Rúmenía gengu í Schengen-samstarfið.
- Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa.
- Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út.
- Hryðjuverkamaður ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni Íslamska ríkisins fannst í bíl hans.
- Skotárás var gerð í Svartfjallalandi. Tólf voru drepin.
- Liechtenstein varð 37. ríkið til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.
- 4. janúar:
- Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu.
- Glódís Perla Viggósdóttir var valin íþróttamaður ársins.
- 5. janúar - Úkraínuher hóf gagnárás í Kúrskfylki Rússlands.
- 6. janúar - Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra.
- 7. janúar:
- Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í Tíbet.
- Skógareldar kviknuðu við Los Angeles, þeir stærstu í sögunni : Yfir 200.000 flúðu heimili sín og yfir 18.000 eignir brunnu. 29 létust. Eldarnir loguðu út janúarmánuð
- 9. janúar:
- Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn Grænlands.
- Joseph Aoun var kosinn forseti Líbanons af líbanska þinginu.
- 12. janúar - Zoran Milanović var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil.
- 14. janúar - 2. febrúar: Heimsmeistaramót karla í handbolta verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi.
- 15. janúar:
- Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé.
- Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember.
- 17. janúar - Framkvæmdir hófust við Fossvogsbrú.
- 19. janúar - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn TikTok.
- 20. janúar - Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna.
- 22. janúar - Hjónaband samkynhneigðra var leyft í Taílandi.
- 23. janúar - Micheál Martin var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands.
- 26. janúar - Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Belarús.
- 28. janúar - Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda.
- 29. janúar:
- 67 létust í Washington D.C. þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti.
- Ahmed al-Sharaa var skipaður 20. forseti Sýrlands.
- 30. janúar - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka ESB.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Hamas lét af hendi 3 ísraelska gísla og Ísrael frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði.
- 2. febrúar - Danska karlalandsliðið í handknattleik vann 4. heimsmeistaramótið í röð.
- 4. febrúar - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í Örebro, Svíþjóð.
- 7. febrúar - Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll.
- 11. febrúar - Trjáfellingar hófust í Öskjuhlíð tengd öryggi austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Trén voru talin ógna flugöryggi en brautinni var lokað vegna þess.
- 12. febrúar :
- Konstantinos Tasoulas var kosinn forseti Grikklands.
- Klaus Iohannis sagði af sér sem forseti Rúmeníu.
- 13. febrúar - Afganskur hælisleitandi keyrði inn í hóp fólks í kröfugöngu í München í Þýskalandi. Tveir létust og hátt í 40 slösuðust.
- 18. febrúar - Rússland og Bandaríkin mynduðu diplómatísk tengsl að nýju og funduðu í Sádi-Arabíu um Úkraínustríðið.
- 21. febrúar - Heiða Björg Hilmisdóttir var skipuð borgarstjóri Reykjavíkur í nýjum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Flokks Fólksins.
- 23. febrúar - Þingkosningar voru haldnar í Þýskalandi. Kristilegir demókratar og Valkostur fyrir Þýskalands urðu hlutskarpastir flokka.
- 25. febrúar - Kennaraverkfalli var afstýrt á Íslandi þegar málsaðilar samþykktu tillögu Ástráðs Haraldssonar, ríkissáttasemjara.
- 28. febrúar - Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, funduðu í Hvíta húsinu. Trump og JD Vance, varaforseti, þjörmuðu að Zelenskyj og sögðu hann ekki gera nóg til að stöðva stríðið við Rússland. Nokkru síðar stöðvuðu Bandaríkin vopnasendingar til Úkraínu.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 2. mars - Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi.
- 4. mars - Bandaríkin settu 25% tolla á vörur frá Kína, Kanada og Mexíkó.
- 6. mars - 9. mars - Yfir 1.000 létust í Latakía- og Tartus-héruðum í Sýrlandi þegar liðsmenn hliðhollir Bashar al-Assad gerðu árásir á hermenn nýju stjórnarinnar. Stjórnarhermenn tóku fólk af lífi.
- 9. mars - Frjálslyndi flokkurinn í Kanada valdi sér nýjan leiðtoga, Mark Carney, sem varð jafnframt nýr forsætisráðherra landsins fimm dögum síðar.
- 11. mars:
- Þingkosningar voru haldnar á Grænlandi. Demokraatit hlaut flest sæti og bar sigurorð á stjórnarflokknum Inuit Ataqatigiit sem tapaði sætum.
- Rodrigo Duterte, fyrrum forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
- 13. mars - Konstantinos Tasoulas varð forseti Grikklands.
- 18. mars - Ísrael drap yfir 400 manns á Gasa eftir að það sakaði Hamas um að efna ekki loforð um frelsun gísla.
- 19. mars - Ekrem İmamoğlu, borgarstjóri Istanbúl og tilvonandi frambjóðandi í tyrknesku forsetakosningunum var handtekinn fyrir spillingarsakir. Hundruð þúsunda mótmæltu í stærstu borgum Tyrklands.
- 20. mars - Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra þegar upp komst um gamalt mál hennar hvað varðaði samband við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára.
- 21. mars - Netumbo Nandi-Ndaitwah varð forseti Namibíu.
- 28. mars - Jarðskjálfti af stærð 7,7 með upptök nálægt borginni Mandalay í Mjanmar skók landið og nærliggjandi lönd. Yfir 5.400 létust.
- Kvikmyndaskóli Íslands fór í gjaldþrotameðferð.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl - Eldgosin við Sundhnúksgíga: Lítið Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur. Það hófst um morguninn en var lokið um kvöldið.
- 2. apríl - Bandaríkin settu tolla að lágmarki 10% á önnur ríki en t.d. 20% á ríki Evrópusambandsins, 34% á Kína. Ísland hlaut 10% toll á vörur.
- 4. apríl - Yoon Suk-yeol var endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
- 8. apríl - Yfir 220 létust þegar þak næturklúbbs hrundi í Dóminíska lýðveldinu.
- 11. apríl - Kína setti 125% tolla á bandarískar vörur en Bandaríkin höfðu skömmu áður sett 145% toll á sumar kínverskar vörur.
- 13. apríl:
- 18. apríl - Bandaríkin gerðu árásir á Húta í Jemen. Yfir 70 létust.
- 28. apríl - Þingkosningar verða haldnar í Kanada.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 3. maí - Þingkosningar verða haldnar í Ástralíu.
- 13. maí - 17. maí: Eurovision verður haldið í Basel, Sviss.
- 18. maí - Forsetakosningar verða í Póllandi.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- Endurbættur Laugardalsvöllur opnar.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí:
- Búlgaría tekur upp evru.
- Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð á Íslandi.
- 2. júlí - 27. júlí: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í Sviss.
- 5. júlí - Þungarokksveitin Black Sabbath spilar sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni Birmingham.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 27. ágúst - Evrópumótið í körfubolta hefst. Íslenska landsliðið tekur þátt.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 8. september - Þingkosningar verða haldnar í Noregi.
Október
[breyta | breyta frumkóða]Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 27. nóvember - Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst í Þýskalandi og Hollandi.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - David Lodge, enskur rithöfundur. (f. 1935)
- 4. janúar - Árni Grétar Jóhannesson, íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. 1983)
- 7. janúar - Jean-Marie Le Pen, franskur stjórnmálaleiðtogi (f. 1928).
- 12. janúar - Ragnheiður Torfadóttir, fyrsti kvenrektor Menntaskólans í Reykjavík (f. 1937)
- 15. janúar - David Lynch, bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. 1946)
- 24. janúar - Ellert B. Schram, alþingis- og knattspyrnumaður. (f. 1939)
- 30. janúar - Marianne Faithful, ensk tónlistarkona (f. 1946)
- 30. janúar - Ólöf Tara Harðardóttir, íslensk baráttukona (f. 1990)
- 1. febrúar - Horst Köhler, forseti Þýskalands (f. 1943).
- 2. febrúar - Björgólfur Guðmundsson. íslenskur viðskiptamaður (f. 1941)
- 8. febrúar - Sam Nujoma, fyrsti forseti Namibíu (f. 1929).
- 11. febrúar - Gísli Þór Ólafsson, tónlistarmaður og skáld (f. 1979)
- 17. febrúar - Gene Hackman, bandarískur leikari (f. 1930)
- 27. febrúar - Borís Spasskíj, sovésk-franskur skákmeistari. (f. 1937)
- 28. febrúar - Margrét Sigfúsdóttir, hússtjórnarkennari (f. 1947)
- 21. mars - George Foreman, bandarískur hnefaleikamaður (f. 1949)
- 1. apríl - Val Kilmer, bandarískur leikari (f. 1959)
- 4. apríl - Friðrik Ólafsson, íslenskur skákmeistari (f. 1935)
- 12. apríl - Steindór Andersen, Íslenskur kvæðamaður. (f. 1954)
- 13. apríl - Mario Vargas Llosa, perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1936)
- 14. apríl - Jónas Ingimundarson, íslenskur píanóleikari (f. 1944)
- 21. apríl - Frans páfi (f. 1936)